Skrifstofustarf - starfsmannafélag Landspítala
Við leitum að áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstaklingi í skrifstofustarf fyrir starfsmannafélag Landspítala.
Um 50% starf er að ræða og mun viðkomandi tilheyra mannauðsdeild Landspítala en starfa fyrir starfsmannafélagið.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt skrifstofustarf þar sem þjónusta við félagsfólk er í fyrirrúmi. Starfið felst meðal annars í allri umsýslu er varðar orlofshús félagsins, bókanir og uppgjör þeirra í gegnum orlofskerfi. Unnið er í nánu samstarfi við stjórn starfsmannafélagsins að hinum ýmsu verkefnum, s.s. skipulagningu, utanumhaldi og auglýsingum á viðburðum félagsins, skipulagningu íþróttastarfs og afsláttarkjara fyrir félagsmeðlimi í gegnum Spara appið. Þá ber viðkomandi einnig ábyrgð á að halda utan um reikninga fyrir starfsmannafélagið.
Starfsmannafélag Landspítala starfar í þágu allra starfsmanna spítalans. Á vegum félagsins fer fram margs konar félags- og íþróttastarf og stuðlað er að heilbrigðri útvist með skipulögðum ferðum fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Orlofshús starfsmanna eru 18 og njóta mikilla vinsælda.