

Landspítali
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að veitt sé framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.


Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili veita almenna og sérhæfða dag- og sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og aðra sem búa við skerta færni vegna langvinnra eða flókinna veikinda. Um er að ræða fjölbreytta og áhugaverða starfsemi sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, hlýjan heimilisbrag og lífsgæði íbúa sem og annarra notenda þjónustunnar. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili er með starfsemi á tveimur stöðum á Akureyri; Hlíð, Austurbyggð 17 og Lögmannshlíð, Vestursíðu 9.


Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið. Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum. Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti. Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best. Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.


Heilsuvernd
Hjá Heilsuvernd og dótturfélögum starfar öflugt teymi sérfræðinga sem sinna fjölbreyttum störfum á sviði heilbrigðisþjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.


Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30 þúsund íbúa og um um 2500 starfsfólk sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Lögð er áhersla á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við viljum vera áhugaverður og góður vinustaður og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína, hefur tækifæri til þróunar og fái hvatningu til að sýna frumkvæði og njóta sín í starfi sem skilar sér í aukinni starfsánægju og góðri þjónustu við bæjarbúa. Við erum heilsueflandi vinnustaður og viljum að öllum líði vel í vinnunni og bæði stjórnendur og starfsfólk leggja sitt að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum. Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.


Icelandair
Icelandair er líflegur vinnustaður með starfstöðvar á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Við erum einn stærsti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins og vinnum í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi. Við fljúgum til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi. Icelandair is a lively workplace with operations in Iceland, Europe and North America. We are one of the largest and most diverse companies in Iceland, and work in an international, and ever-changing environment. We fly to multiple cities in Europe, the United States and Canada, as well as destinations within Iceland and in Greenland.


Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.


Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim. Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki. Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !


Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim. Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki. Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !


Skjól hjúkrunarheimili
Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka er rekið undir stjórn deildar á 4. hæð heimilisins. Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki. Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !


Hamrar hjúkrunarheimili
Hamrar hjúkrunarheimili er 33ja rýma hjúkrunarheimili sem er hluti af Eir, Skjóli og Hömrum. Markmið heimilisins er að hjúkra öldruðum og efla sjálfbjargargetu þeirra sem þar búa. Heimilinu er skipt upp í þrjár 11 manna einingar. Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki. Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !


NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.


Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn. Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.


Grunnskólar Kópavogsbæjar
Í Kópavogi eru reknir tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin. Kópavogur er Barnvænt sveitarfélag og tók við viðurkenningu sem slíkt frá UNICEF á Íslandi og félags- og barnamálaráðuneyti í maí 2021 og aftur í maí 2024. Barnvæn sveitafélög er alþjóðlegt verkefni (e. Child Friendly Cities) sem snýr að samfélögum sem hafa það að markmiði að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda þeirra samkvæmt Barnasáttmála við gerð stefnu, verkefna eða við aðra ákvarðanatöku. Frístundir starfa við alla grunnskóla þar sem börnum í 1. – 4. bekk býðst að dvelja við leik og skapandi starf í umsjá frístundaleiðbeinenda eftir að skóla lýkur. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar Kópavogs og á rétt á líkamsræktarstyrk. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að því líði vel í starfi og nái góðum tökum á því.


Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir. Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.


Embla Medical | Össur
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Markmið okkar er að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Embla Medical var stofnað árið 2024 til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins í heilbrigðistækni. Vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion tilheyra öll Emblu Medical. Við erum leiðandi afl á heimsvísu með um 4.500 starfsmenn í yfir 40 löndum. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. Félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Mannauðurinn er kjarninn í okkar árangri. Sem hátæknifyrirtæki leggjum við ríka áherslu á að laða að okkur hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram og sýnir frumkvæði.


Leikskólar Kópavogsbæjar
Kópavogsbær rekur 21 leikskóla í bæjarfélaginu. Heildarfjöldi starfsfólks leikskóla bæjarins er rúmlega 700. Starf í leikskóla er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins. Í leikskólum Kópavogs er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og að mæta þörfum hvers barns. Vel er tekið á móti nýju starfsfólki leikskóla og því veitt markviss starfsþjálfun til að skapa vellíðan og virðingu fyrir starfinu. Í leikskólum Kópavogs er um 33% starfsfólks leikskólakennaramenntað. Fleiri munu bætast í hópinn á næstunni þar sem fjöldi starfsfólks stundar nám í leikskólakennarafræðum með styrk frá bænum. Starfsfólk er hvatt til að sækja um námsstyrki en í boði er styrkur til náms í leikskólakennarafræðum í allt að 7 ár, auk styrks til að stunda leikskólaliðanám í framhaldsskólum. Starfsfólk leikskóla getur sótt um forgang í leikskóla fyrir börnin sín auk þess að fá 40% afslátt af leikskólagjöldum. Starfsfólk leikskóla fær fríar máltíðir og borðar með börnunum. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar á rétt á líkamsræktarstyrk. Leikskólar Kópavogs loka flestir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarleyfum og þá býðst starfsfólki að taka út hluta af uppsafnaðri vinnutímastyttingu. Ávallt eru þó opnir tveir leikskólar eða fleiri í samræmi við fjölda barna sem kjósa að vera í leikskóladvöl þessa daga. Leikskólar Kópavogs vinna markvisst að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Fimm leikskólar í Kópavogi voru fyrstu leikskólar í heiminum til að innleiða réttindaleikskóla Unicef og fleiri leikskólar í bænum vinna nú að verkefninu. Kópavogsbær er einnig annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem er viðurkennt barnvænt sveitarfélag Unicef. Allir leikskólar í Kópavogi hafa innleitt vináttuverkefni Barnaheilla.


Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.


Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin átta talsins í fimm sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum. Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og með fjölbreyttan bakgrunn. Ef þú hefur áhuga á að bætast í Hrafnistuhópinn skaltu endilega senda inn umsókn, Hlökkum til að heyra frá þér.


Treble Technologies
At Treble Technologies, we're pioneering the future of sound. Our cutting-edge simulation platform is revolutionizing how sound is incorporated into the design of both the physical and the virtual world. Our customers include many of the biggest and most prestigious companies in the world within tech, automotive, consumer electronics and building industries. Together with them we are improving global well-being and connectivity through better sound experiences and less noise. Founded in 2020, Treble is one of the fastest growing scale-ups globally within the audio domain. Despite being a young company, we are hugely ambitious and have managed to assemble a group of highly sought-after talents from around the world. We are well funded and have won numerous awards globally for our tech and vision. See more info at www.treble.tech