

Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.


Landspítali
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.


Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.


Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins. Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum. Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns. Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.


Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.


Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land. Hjá Lyfju starfa í kringum 350 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár. Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur. Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.


Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík. Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Vík í Mýrdal ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum. Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi. Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn


Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Hlutverk og stefna HSS Heilsugæslusvið HSS sinnir heilbrigðisþjónustu við heilbrigða og sjúka sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19.gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990 og heilbrigðisáætlun heilbrigðisráðuneytisins. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s.s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstarf. Áherslu skal leggja á málaflokka eins og áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarnir, geðheilbrigði, hjarta- og heilavernd, næringarráðgjöf, mataræði og krabbameinsvarnir. Þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að efla heimaþjónustu enn frekar og hafa þannig að markmiði að skjólstæðingar, bæði aldraðir og sjúkir, geti dvalið heima hjá sér sem allra lengst. Stefna HSS er að veita Suðurnesjabúum lögbundna heilsugæslu í heimabyggð, að unnt sé að bóka tíma samdægurs á heilsugæslu ef skjólstæðingur óskar þess og að biðtími á biðstofu eftir bókuðum tíma verði ekki meira en 30 mínútur að jafnaði. Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og endurhæfingaþjónustu annars vegar og skurðlækningar og fæðingarhjálp hins vegar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Nú er starfrækt hjúkrunardeild í Grindavík í tengslum við sjúkrahúsið og legudeild á 2. hæð í Reykjanesbæ. Á ljósmæðravakt eru fjögur rúm. Sjúkrahúsið hefur á að skipa sérgreinalæknum bæði í skurðlækningum og lyflækningum. Þá er rekin slysa- og bráðamóttaka í nánum tengslum við heilsugæslusvið. Stefna HSS er að uppfylla 70-80% af þjónustuþörf íbúa Suðurnesja fyrir sjúkrahúsþjónustu. Sérhæfð og flókin þjónusta verður eftir sem áður sótt til Landspítala háskólasjúkrahúss. https://hss.is/index.php/um-hss/hss/hlutverk-og-stefna


Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin orðin átta talsins í sex sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum. Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Hrafnista leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Ef þú hefur áhuga á að komast í Hrafnistuhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.


NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.


Vínbúðin
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land auk vefbúðar. Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Vínbúðin býður upp á lifandi og skemmtilegt vinnuumhverfi - þar sem jafnrétti og jákvæð samskipti eru í öndvegi. Sæktu um og við tökum vel á móti þér.


Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er gífurlega öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust. Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. Kennitala félagsins er 410995-3369.


Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu. Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.


Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa um 7000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal vogir, flokkara, skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnað, beintínsluvélar, frysta, pökkunar- og merkingarvélar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið leggur að meðaltali 5-6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju, sem er hæsta hlutfall sem fyrirfinnst í greininni. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.


Icelandair
Icelandair er rótgróið flugfélag með áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins, innanlands og á Grænlandi. Við höldum úti starfsstöðvum á Íslandi, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hjá okkur starfar stór og fjölbreyttur hópur fólks í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi.


Wise lausnir ehf.
Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri. Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna. Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna. Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.


Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir. Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.


Apótekarinn
Apótekarinn er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur. Í Apótekaranum færðu lægra verð, persónulega, örugga og faglega þjónustu.


Fiskmarkaðurinn
Fiskmarkaðurinn er íslenskur veitingastaður sem leitar í austur með bragð og stíl. Hönnunin er bæði tekin frá Íslandi og Asíu þar sem trönuviður og stuðlaberg mætir bambus og gömlum brenndum eikarvið. Réttir staðarins eru matreiddir á þrem mismunandi svæðum: í aðaleldhúsi, á Robata grilli og raw barnum. Á Fiskmarkaðnum bjóðum við uppá spennandi starfstækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á veitingastarfi. Starfsfólk Fiskmarkaðarins er ein stór fjölskylda sem vinnur vel saman er alltaf að stækka. Jafnframt leggjum við mikið upp með að vera með mikin metnað og veita gestum upplifun.