Um vinnustaðinn
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg og Hagblikk. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn starfa hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa.
Í Mannauðsstefnu Fagkaupa er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem heilsutengdar forvarnir skapa góðan vinnustað með vellíðan starfsfólks að leiðarsljósi.
ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
Jafnlaunavottun
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Helstu stefnur eru aðgengilegar á heimasíðu Fagkaupa.
Mannauðs og jafnréttisstefna, gæðastefna, sjálfbærnistefna, umhverfisstefna, persónuverndarstefna
201-500
starfsmenn
Hreyfing
Styrkur til heilsueflingar
Samgöngur
Styrkur til umhverfsivænna samgangna
Matur
Niðurgreiddur hádegisverður
Skemmtun
Öflugt og gott félagslíf með ólíkum viðburðum yfir árið. Einnig er virkt starfsmannafélag sem hefur að markmiði að efla félagsauð innan fyrirtækisins.

