Grunnskólar Kópavogsbæjar

Grunnskólar Kópavogsbæjar

Velkomin til starfa
Grunnskólar Kópavogsbæjar
Um vinnustaðinn
Í Kópavogi eru reknir tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin. Kópavogur er Barnvænt sveitarfélag og tók við viðurkenningu sem slíkt frá UNICEF á Íslandi og félags- og barnamálaráðuneyti í maí 2021 og aftur í maí 2024. Barnvæn sveitafélög er alþjóðlegt verkefni (e. Child Friendly Cities) sem snýr að samfélögum sem hafa það að markmiði að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda þeirra samkvæmt Barnasáttmála við gerð stefnu, verkefna eða við aðra ákvarðanatöku. Frístundir starfa við alla grunnskóla þar sem börnum í 1. – 4. bekk býðst að dvelja við leik og skapandi starf í umsjá frístundaleiðbeinenda eftir að skóla lýkur. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar Kópavogs og á rétt á líkamsræktarstyrk. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að því líði vel í starfi og nái góðum tökum á því.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.

Barnvænt sveitarfélag

Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996.

Heilsueflandi samfélag

Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Hreyfing

Frítt í sund

Vinnutími

Styttri vinnuvika

Matur

Gott mötuneyti

Líkamsræktaraðstaða

Líkamsræktarstyrkur