Áltak
Um vinnustaðinn
Áltak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingamarkaði og hefur verið það frá stofnun þess árið 1997. Alla tíð hefur megin áhersla fyrirtækisins verið að veita heildarlausnir í álklæðningum og undirkerfum. Fyrirtækið hefur farið ört stækkandi og vöruframboð aukist til muna. Í dag býður Áltak upp á heildarlausnir í kringum klæðningar, hljóðvist, steypumót, iðnaðarhurðir, vöruhúsarekka og margt fleira. Markmiðið er að bjóða eingöngu upp á gæðaefni sem standast íslenskar aðstæður og hafa endingartíma sem mældur er í áratugum.
Áltak er hluti af Fagkaupum sem rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Fossberg og Þétt byggingalausnir.
Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 einstaklingar og aðsetur fyrirtækjana er í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og á Akureyri.
Fyrirtækið leggur áherslu á góða vinnustaðamenningu, samstöðu og samheldni meðal starfsfólks. Unnið er eftir jafnréttis og jafnlaunastefnu félagsins sem einnig hefur hlotið jafnlaunavottun.
Þá er unnið samkvæmt mannauðsstefnu Fagkaupa þar sem tækifæri eru til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Áhersla lögð á jákvætt, hvetjandi og öruggt starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er haft að leiðarsljósi.
Fossaleynir 8, 112 Reykjavík
11-50
starfsmenn
Hreyfing
Líkamsræktarstyrkur
Samgöngur
Samgöngustyrkur
Matur
Niðurgreiddur hádegismatur
Skemmtun
Öflugt félagslíf og starfsmannafélag