
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem m.a. er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.
Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.

Almenn umsókn
Fagkaup leitar reglulega að öflugu starfsfólki með ólíka menntun og reynslu. Ef þú ert í atvinnuleit þá hvetjum við þig að senda inn umsókn. Fagkaup er traust og gott fyrirtæki með fjölbreytileg störf og lifandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á samvinnu, tækifæri, traust og heiðarleika.
Innan Fagkaupa eru starfandi öflug fyrirtæki og því erum við reglulega að leita að kröftugum liðsfélögum.
Ef þú hefur t.d. lokið iðnmenntun í rafvirkjun eða pípulögnum eða sambærilegu er gott ráð að sækja um.
Störf á skrifstofunni, í tölvudeildinni, í þjónustudeildinni eða aktursdeildinni eru einnig reglulega í boði.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntunar og hæfniskröfur fara eftir eðli starfanna. Sérfræðistörf kalla á aukna menntun eins og iðnmenntun í rafvirkjun eða pípulögnum. Það er þó ekki alltaf skilyrði en reynsla getur líka verið mikill kostur. Einnig eru auknar menntunarkröfur fyrir sérfræðistörf á skrifstofu. Í þjónustudeildum er mikill kostur að hafa vinnuvélaréttindi en þó ekki skilyrði. Sæktu um og sjáðu hvort þú passir í hópinn okkar!
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni og ábyrgð eru misjöfn og ræðst af því starfi sem laust er hverju sinni.
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Niðurgreiddur hádegismatur
Öflugt félagslíf
Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt14. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Hæfni
PípulagningarRafvirkjunSölumennskaTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Rammagerðin og 66°Norður á Keflavíkurflugvelli
Rammagerðin

Rafvirki
Enercon

Reyndur móttökustarfsmaður óskast
Hótel Klettur

A4 Selfoss – Skemmtilegt hlutastarf
A4

Vaktstjóri í 100% starf - Shift leader full time
Brauð & co.

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Starfsfólk í verslun - Akureyri
ILVA ehf

Afgreiðsla í Smáralind
Hjá Höllu

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölufulltrúi - Helgarstarf í vetur
Eirvík ehf.

Starf hjá bílaleigu /Job at a car rental
Icerental4x4

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa