
Hafnarfjarðarbær
Hlýleg, áreiðanleg og snjöll þjónusta

Um vinnustaðinn
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30 þúsund íbúa og um um 2500 starfsfólk sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Mannauðurinn er okkur dýrmætur.
Lögð er áhersla á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við viljum vera áhugaverður og góður vinustaður og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn.
Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína, hefur tækifæri til þróunar og fái hvatningu til að sýna frumkvæði og njóta sín í starfi sem skilar sér í aukinni starfsánægju og góðri þjónustu við bæjarbúa.
Við erum heilsueflandi vinnustaður og viljum að öllum líði vel í vinnunni og bæði stjórnendur og starfsfólk leggja sitt að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum.
Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.

Jafnlaunavottun

Heilsueflandi vinnustaður

Heimsmarkmiðin

Jafnvægisvog FKA

Barnvænt sveitarfélag
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


1001-5000
starfsmenn
Hreyfing
Heilsuræktarstyrkur og fjöldi heilsutengdra tilboða
Vinnutími
36 klst vinnuvika
Heilsa
Frítt í sund á sundstöðum bæjarins og frítt bókasafnskort. Virkur Þátttakandi í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna
Matur
Gott og fjölbreytt mötuneyti
Samgöngur
Samgöngustyrkur
Skemmtun
Á starfsstöðum okkar eru öflug starfsmannafélög sem sjá um skemmtilega viðburði og hópefli
