Hafnarfjarðarbær
Hlýleg, áreiðanleg og snjöll þjónusta
Um vinnustaðinn
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30 þúsund íbúa og um um 2500 starfsfólk sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Mannauðurinn er okkur dýrmætur.
Lögð er áhersla á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við viljum vera áhugaverður og góður vinustaður og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn.
Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína, hefur tækifæri til þróunar og fái hvatningu til að sýna frumkvæði og njóta sín í starfi sem skilar sér í aukinni starfsánægju og góðri þjónustu við bæjarbúa.
Við erum heilsueflandi vinnustaður og viljum að öllum líði vel í vinnunni og bæði stjórnendur og starfsfólk leggja sitt að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum.
Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Heilsueflandi vinnustaður
Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks.
Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.
Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
1001-5000
starfsmenn
Hreyfing
Heilsuræktarstyrkur og fjöldi heilsutengdra tilboða
Vinnutími
Stytting vinnuvikunnar
Heilsa
Frítt í sund á sundstöðum bæjarins og frítt bókasafnskort. Virkur Þátttakandi í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna
Matur
Gott og fjölbreytt mötuneyti
Samgöngur
Samgöngustyrkur
Skemmtun
Á starfsstöðum okkar eru öflug starfsmannafélög sem sjá um skemmtilega viðburði og hópefli