

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hjá Hafnarfjarðarbæ er starf innkaupasérfræðings lykilþáttur í því að tryggja vandaða þjónustu og ábyrga nýtingu fjármuna. Við erum að efla innkaupa- og samningsvinnu sveitarfélagsins með það að markmiði að ferlar séu skýrir, sanngjarnir og framkvæmanlegir og að samningar styðji við skilvirka framkvæmd í daglegum rekstri.
Starfið hentar þeim sem vill hafa áhrif í umhverfi þar sem verkefnin eru raunveruleg og snertiflöturinn breiður. Innkaupasérfræðingur vinnur í nánu samstarfi við rekstrareiningar og styður við ferlið frá þörf til samnings og eftirfylgni. Um er að ræða 100% stöðu.
Starfið veitir áþreifanleg tækifæri til að skila virði og styrkja þjónustu við bæjarbúa.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þarfagreining og mótun valforsenda fyrir innkaupaferli í samvinnu við hagsmunaaðila
- Hönnun á lykilmælikvörðum (KPI) fyrir samninga
- Halda utan um útboðs og verðfyrirspurnarferli í samræmi við lög og reglur
- Gerð samninga og stuðningur við rekstur þeirra
- Gerð stöðuskýrslna um framvindu, tímamörk og áhættu
- Halda utan um útboðskerfi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Grunnháskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi s.s. á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði
- Þekking og reynsla á útboðum, samningagerð og stærri verðfyrirspurnum
- Þekking á opinberum innkaupalögum er kostur
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Góð hæfni í microsoft umhverfinu, ss. Excel, Word og PowerBI
- Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
Ágúst Þór Ragnarsson veitir nánar upplýsingar um starfið, [email protected] og í síma 6632128
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.
Umsóknarfrestur er til og með 10 febrúar 2026.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Enska
Íslenska





















