Um vinnustaðinn
Bifvélavirki
Viltu starfa á einu af verkstæðum BL?
Við hjá BL leitum að metnaðarfullum og þjónustuliprum bifvélavirkjum til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar. BL rekur fjögur verkstæði; Hyundai í Kauptúni, Land Rover á Hesthálsi, á Sævarhöfða og í Askalind Kópavogi (Stimpill) – og er því hægt að sækja um starf á því verkstæði sem hentar þér best.
Á öllum verkstæðum okkar er boðið upp á bjarta, glæsilega og vel búna vinnuaðstöðu þar sem lögð er áhersla á vandaða þjónustu, öfluga samvinnu og jákvæð samskipti. Við leggjum ríka áherslu á símenntun og að starfsfólk okkar haldi í við hraðar tæknibreytingar í greininni, með aðgangi að nýjustu tækni og búnaði samkvæmt stöðlum framleiðenda.
Við viljum fá til liðs við okkur einstaklinga sem hafa áhuga á að skara fram úr í faginu og vilja taka þátt í því að skapa hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi.
Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig, þá hvetjum við þig til að sækja um með því að senda inn umsókn hér!

Jafnlaunavottun

Jafnvægisvog FKA

Kolviður

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2018

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2019

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2020

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2021

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2022

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2023

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
201-500
starfsmenn
Matur
Heitur matur í hádeginu
Skemmtun
Öflugt starfsmannafélag
Hreyfing
Starfsfólki býðst líkamsræktarstyrkur á ári hverju.