Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og tvö stoðsvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni.. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.
Launafulltrúi í launadeild Kópavogsbæjar
Laus er til umsóknar staða launafulltrúa hjá Kópavogsbæ. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu til eins árs. Starfshlutfall er 100%.
Launafulltrúi starfar á launadeild þar sem afgreidd eru laun um 3.000 starfsmanna á mánuði. Dreifing verkefna í deildinni er fjölbreytt þar sem hver starfsmaður sinnir launavinnslu fyrir ólíka starfsstaði, auk annarra verkefna. Launadeild tilheyrir fjármálasviði Kópavogsbæjar.
Um er að ræða starf í öflugum og góðum hópi starfsfólks sem starfar á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar í góðu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Launavinnsla, eftirlit með launaskráningum og útborgun launa.
- Leiðbeina og þjálfa stjórnendur í tímakskráningarkerfum og launaferli.
- Virk samskipti við stjórnendur hjá Kópavogsbæ.
- Ýmis umbótaverkefni og þátttaka í gæðastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
- Reynsla af launavinnslu er kostur.
- Reynsla af vinnu með launakerfi er kostur.
- Þekking á tímaskráningarkerfinu Vinnustund er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta (word, excel, outlook o.fl).
- Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
- Skipulagshæfni og samviskusemi.
- Nákvæmni og færni við að vinna með tölur.
- Frumkvæði og umbótavilji.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
LaunavinnslaMannleg samskiptiMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft WordSamviskusemiSAPÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)
Þjónustufulltrúi í Tolladeild - Keflavík
DHL Express Iceland ehf
Síminn leitar að fyrirtækjaráðgjafa
Síminn
Bókari
Icelandic Glacial
Verkefnastjóri á skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs
Starfsmannafélag Kópavogs
Sérfræðingur í kjaradeild
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagið Víkingur
Crewing Officer AAI
Air Atlanta Icelandic
Lions á Íslandi auglýsir starf á skrifstofu MedicAlert.
MedicAlert
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
SÉRFRÆÐINGUR - BÓKHALDSÞJÓNUSTA
Fjársýslan
Þjónustufulltrúi í Viðskiptareikningum
Húsasmiðjan
Sérfræðingur í innheimtu og verkbókhaldi
LOGOS lögmannsþjónusta