Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Launafulltrúi í launadeild Kópavogsbæjar

Laus er til umsóknar staða launafulltrúa hjá Kópavogsbæ. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu til eins árs. Starfshlutfall er 100%.

Launafulltrúi starfar á launadeild þar sem afgreidd eru laun um 3.000 starfsmanna á mánuði. Dreifing verkefna í deildinni er fjölbreytt þar sem hver starfsmaður sinnir launavinnslu fyrir ólíka starfsstaði, auk annarra verkefna. Launadeild tilheyrir fjármálasviði Kópavogsbæjar.

Um er að ræða starf í öflugum og góðum hópi starfsfólks sem starfar á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar í góðu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla, eftirlit með launaskráningum og útborgun launa.
  • Leiðbeina og þjálfa stjórnendur í tímakskráningarkerfum og launaferli.
  • Virk samskipti við stjórnendur hjá Kópavogsbæ.
  • Ýmis umbótaverkefni og þátttaka í gæðastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af launavinnslu er kostur.
  • Reynsla af vinnu með launakerfi er kostur.
  • Þekking á tímaskráningarkerfinu Vinnustund er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta (word, excel, outlook o.fl).
  • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Skipulagshæfni og samviskusemi.
  • Nákvæmni og færni við að vinna með tölur.
  • Frumkvæði og umbótavilji.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SAPPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar