Sérfræðilæknir á endurhæfingardeild Grensás
Staða sérfræðilæknis í endurhæfingarlækningum og eða taugalækningum við endurhæfingardeild Landspítala Grensás er laus til umsóknar frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfallið er 100%. Unnið er í þverfaglegum teymum. Einnig taka endurhæfingarlæknar þátt í menntun lækna, allt frá læknanemum til sérnámslækna.
Endurhæfingardeild Landspítala Grensás er staðsett við Álmgerði 1 í Reykjavík. Á deildinni starfa yfir 70 manna þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Á deildinni er frumendurhæfingu sinnt. Mikil áhersla er á taugaendurhæfingu svo sem endurhæfingu eftir heilablóðföll, heilaskaða og mænuskaða. Á legudeildinni er pláss fyrir 24 sjúklinga. Á dagdeild eru að jafnaði 40 sjúklingar á hverjum tíma. Sérhæfð síspennumeðferð er veitt á göngudeild auk almennrar göngudeildar endurhæfingarlækninga.
Það eru spennandi tímar þar sem nýbygging er í smíðum sem mun gjörbreyta allri aðstöðu og verklok eru áætluð árið 2026.