Tímabundið starf á erfða- og sameindalæknisfræðideild
Við leitum eftir háskólamenntuðum einstaklingi í tímabundið starf til eins árs á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, sjálfstæður, hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-16, virka daga.
Erfða- og sameindalæknisfræðideild heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Á deildinni starfa um 40 einstaklingar í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.