Hjúkrunarfræðingur á barnadeild og Rjóðri
Við viljum fjölga í okkar öflugu og góðu teymum á barnadeild og Rjóðri og óskum því eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn áhugasaman reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er í vaktavinnu og er starfið laust frá 1. janúar 2024 eða eftir samkomulagi.
Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og líflegt starfsumhverfi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.