Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi með um 5.300 íbúum. Undir Múlaþing heyra Fljótsdalshérað, Djúpivogur, Borgarfjörður eystri og Seyðisfjarðarkaupstaður.
Stjórnsýslu-og fjármálasvið sér um atvinnu-og menningarmál, fjármál og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sviðinu starfa um 40 starfsmanneskjur.
Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Seyðisfirði
Laust er til umsóknar 75% starf þjónustufulltrúa á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um tímabundið starf í eitt ár er að ræða.
Starfsstöð er á skrifstofu sveitarfélagsins við Hafnargötu 44 á Seyðisfirði og því æskilegt að viðkomandi sé búsettur á Seyðisfirði.
Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Múlaþings.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti þeim sem eiga erindi við sveitarfélagið á skrifstofu á Seyðisfirði, veita upplýsingar og leiðbeina
- Setja fréttir og annan texta, skjöl og myndir á heimasíðu sveitarfélagsins
- Vinna með kynningar- og upplýsingafulltrúa varðandi upplýsingagjöf
- Koma að vinnu við stafræna miðla í samráði við sérfræðing stafrænna lausna
- Aðstoða við frágang skjala í málakerfi í samráði við skjalastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af störfum hjá stjórnsýslu sveitarfélags kostur
- Þekking á almennum tölvuforritum og leikni í upplýsingatækni
- Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
- Mjög góð íslenskukunnátta og færni í textagerð. Góð enskukunnátta
- Góð þjónustulund og öguð og nákvæm vinnubrögð
Fríðindi í starfi
Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt19. nóvember 2024
Umsóknarfrestur4. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 44, 710 Seyðisfjörður
Starfstegund
Hæfni
Almannatengsl (PR)FrumkvæðiMetnaðurOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiTextagerðTóbakslausÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Staða fræðslustjóra í 100% starf
Amnesty International
Öflugur bókari óskast til HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
Almenna starfsmenn vantar bæði á Arena og Bytes
Arena
Sérfræðingur í innheimtu
Íslandsbanki
Launafulltrúi í launadeild Kópavogsbæjar
Kópavogsbær
Þjónustufulltrúi - tímabundið starf
Advania
Bókari í hlutastarf
Grundarheimilin
Skrifstofustarf - 50%
Elite Seafood Iceland ehf. / Hamrafell ehf.
Verkefnastjóri á skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs
Starfsmannafélag Kópavogs
Accountant
Marport
Þjónustufulltrúi í Viðskiptareikningum
Húsasmiðjan