Hjúkrunarfræðingur á öldrunardeild L3 Landakoti
Hjúkrunarfræðingur óskast á öldrunardeild L3 Landakoti. Við bjóðum velkominn jafnt hjúkrunarfræðing sem býr yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing. Unnið er í vaktavinnu og er vinnufyrirkomulag, starfshlutfall og upphaf starfs samkvæmt samkomulagi.
Deildin er 16 rúma og er hluti af Landspítala. Skjólstæðingarnir þar hafa gilt færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar.
Á deildinni starfar samhentur hópur í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Borghildi, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.