Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Vesturmiðstöð auglýsir lausa stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun í Vesturbyggð. Um ótímabundið starf í dagvinnu er að ræða.
Hér er um að ræða kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja takast á fjölbreytt og áhugaverð verkefni hjúkrunar. Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. innleiðing velferðartækni. Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samþættri þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Aukin áhersla er á að veita hjúkrun og aðra þjónustu í heimahúsi til að styðja við sjálfstæða búsetu og auka lífsgæði íbúa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
- Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
- Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
- Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
- Samskipti við heilbrigðisstofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af stjórnun og teymisvinnu
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
- Ökuréttindi B
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt14. nóvember 2024
Umsóknarfrestur28. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)
Þjónustufulltrúi hjá Rafrænni miðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í virkni og ráðgjöf í Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsliði/sjúkraliði óskast í félagslegan stuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ráðgjafi í alþjóðamálum á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í ráðgjöf með sjúkrarúm og tengd hjálpartæki
Öryggismiðstöðin
Lyfja Smáratorgi - Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarþjónstu
Lyfja
Hjúkrunarfræðingur á barnadeild og Rjóðri
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Sóltún - Hjúkrunar- og læknanemar
Sóltún hjúkrunarheimili
Sjúkraliði óskast á bráðamóttöku barna - Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra á Eir
Eir hjúkrunarheimili
Sjúkraliði á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ás Hveragerði - Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins