Lyfja Smáratorgi - Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarþjónstu
Vegna aukinna umsvifa leitum við að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á heilsueflingu og forvörnum í hjúkrunarþjónustu Lyfju á Smáratorgi.
Í Lyfju Smáratorgi og Lágmúla er opin hjúkrunarmóttaka virka daga frá kl. 8-16 þar sem hjúkrunarfræðingar sinna fjölbreyttri hjúkrunarþjónustu við viðskiptavini ásamt afgreiðslu og ráðgjöf á tryggingatengdum hjúkrunarvörum.
Helstu verkefni:
- Hjúkrunarmóttaka þar sem boðið er upp á:
- Ýmsar mælingar á borð við blóðfitu, blóðsykur, blóðþrýsting, langtíma blóðsykur og hemóglóbín.
- Ráðgjöf varðandi niðurstöður heilsufarsmælingar ásamt ráðgjöf varðandi heilsueflingar og forvarnir.
- Saumatökur og sáraumbúðaskipti á bráðum og minni sárum ásamt ráðleggingum um sáraumhirðu og umbúðir.
- Árstíðabundnar bólusetningar.
- Sprautugjöf í vöðva og undir húð.
- Eyrnaskoðun og eyrnahreinsun ásamt einföldum heyrnarskimunum.
- Sala og ráðgjöf til viðskiptavina á tryggingatengdum vörum á borð við stómavörur, einnota þvagleggi, sykursýkisvörur, næringadrykki og þrýstisokka.
- Önnur tilfallandi verkefni tengd hjúkrunarþjónustu fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Þekking og áhugi á heilsueflingar- og forvarnarstarfi
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi ásamt skipulagshæfni
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunar í samræmi við kjarasamninga
- Fjölskylduvænn vinnutími
- Líkamsræktarstyrkur
- Skóstyrkur
Lyfja leggur áherslu á að styðja starfsfólk til að vaxa í starfi og bæta við þekkingu sína m.a. með því að sækja námskeið og ráðstefnur.
Starfshlutfall er 80-100% eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Urður G.Norðdahl yfirhjúkrunarfræðingur, urdur@lyfja.is og Ingibjörg Arnardóttir, lyfsali Lyfju Smáratorgi, ingibjorg@lyfja.is
Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.