Fagleg handleiðsla og starfsmannastuðningur
Landspítali óskar eftir að ráða reynslumikinn og sérhæfðan einstakling til að sinna faglegri hóphandleiðslu. Í starfinu felst handleiðsla fyrir starfsfólk spítalans, auk aðkoma að fræðslu. Viðkomandi mun tilheyra Stuðningsteymi starfsfólks Landspítala.
Við viljum ráða einstakling sem hefur menntun og þjálfun í faglegri handleiðslu, færni í hóphandleiðslu, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur fyrir eflingu einstaklinga og jákvæðri úrlausn mála. Reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og vinna með vanlíðan af ýmsu tagi er mikill kostur sem og reynsla af stjórnun, markþjálfun, skipulagningu vinnustofa og teymisvinnu.
Stuðningsteymi starfsfólks heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.