Sjúkraliði á blóð- og krabbameinslækningadeild
Við viljum ráða til starfa sjúkraliða með framúrskarandi færni í samskiptum, skapandi hugsun og metnað í starfi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Um vaktavinnu er að ræða.
Deildin er 30 rúma legudeild og þar fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða og heildræna þjónustu, fjölskylduhjúkrun, teymisvinnu og góðan starfsanda. Mikil áhersla er á gæða- og umbótavinna á deildinni.
Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.