Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Sérfræðingur í ráðgjöf með sjúkrarúm og tengd hjálpartæki

Markmið okkar er að bæta lífsgæði og auka þátttöku fólks í samfélaginu.

Öryggismiðstöðin auglýsir eftir sérfræðingi með áherslu á ráðgjöf og sölu á sjúkra- og hjúkrunarrúmum og tengdum vörum, t.d. dýnum og fólkslyfturum.

Við viljum ráða fagmanneskju með sterkan tæknilegan bakgrunn sem er lausnamiðuð, hvetjandi og tilbúin að taka virkan þátt í faglegri þróun og verða hluti af sterkri liðsheild.

Um er að ræða framtíðarstarf í öflugu fagteymi á traustum og metnaðarfullum vinnustað. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og viðskiptavinum sem til okkar leita.

Tækifæri eru til að auka þekkingu innan velferðartækni og vinna með skemmtilegu fólki. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu í þverfaglegri samvinnu við hagaðila.

Hæfniskröfur:

  • Tæknileg þekking og reynsla af ráðgjöf og þjónustu við sjúkra- og hjúkrunarrúm eða sambærilegar vörur, er mikill kostur, t.d. starfsreynsla í faginu og tæknimenntun
  • Reynsla af sölustörfum í heilbrigðisgeiranum er mikill kostur
  • Þekking á helstu forvörnum gegn þrýstingssárum er kostur
  • Að hafa brennandi áhuga og getu til að tileinka sér þekkingu á velferðartækni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Drifkraftur ásamt áhuga, vilja og elju til að ná árangri í starfi
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og jákvæðni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvufærni er nauðsynleg

Helstu verkefni sérfræðings eru:

Að veita faglega ráðgjöf, greina þarfir og finna viðeigandi lausnir fyrir fagaðila, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Setja á skýran hátt fram hvernig lausnir okkar í heilbrigðistækni styðja við og bæta lífsgæði notanda. Halda kynningar, gera tilboð og fylgja eftir verkefnum. Vera tæknilegur leiðtogi vöruflokksins og þátttakandi í áframhaldandi þróun hans. Finna má greinargóðar upplýsingar um lausnir í velferðartækni á www.oryggi.is.

Sækja skal um starfið í gegnum Alfreð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Velferðar og ráðgjafar, í síma 570 2400 eða netfang omar@oryggi.is.

Umsóknarfrestur er til 22. nóv. 2024

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.

Auglýsing birt11. nóvember 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar