Hlutastarf í móttöku göngudeildar Kleppi
Hefur þú áhuga á teymisvinnu?
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi á göngudeild Kleppi. Viðkomandi þarf að hafa mikla samskiptahæfni og einlægan áhuga á að sinna fólki með geðrænan vanda og fjölskyldum þeirra. Starfið felur í sér mikil samskipti, sjálfstæði og fjölbreytt verkefni.
Teymin sem starfa á göngudeildinni eru áfallateymi, átröskunarteymi, DAM teymi, geðhvarfateymi, geðrofs- og samfélagsgeðteymi og göngudeild réttar- og öryggisgeðdeildar. Í teymunum starfar þverfaglegur hópur fólks t.d. hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, læknar, félagsráðgjafar og fleira sérhæft starfsfólk.
Góður starfsandi er ríkjandi og einkennist starfsemin af öflugri þverfaglegri teymisvinnu. Ritari þjónustunnar er mikilvægur hluti teymisvinnunnar.
Starfshlutfall er 60% og unnið er í dagvinnu virka daga. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.