Verkefnastjóri áfengis- og vímuefnaráðgjafar á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Við óskum eftir að ráða áfengis- og vímuefnaráðgjafa í verkefnastjórastöðu á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma.
Markhópur meðferðareiningarinnar eru einstaklingar með tvíþættan vanda; alvarlega geðsjúkdóma og alvarlegan fíknivanda. Á meðferðareiningunni fer fram eftirfarandi starfsemi:
- Dagdeild - Teigur
- Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma
- Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma
- Afeitrunardeild ólögráða ungmenna
Um er að ræða spennandi og gefandi starf þar sem unnið er í þverfaglegum teymum. Áherslur í starfinu eru meðal annars skaðaminnkun, batamiðuð hugmyndafræði, áhugahvetjandi samtal, hugræn atferlismeðferð og geðlæknisfræði. Fyrirhugað er að viðkomandi starfi þvert á meðferðareininguna, sinni bæði klínískum verkefnum og vinni að stefnumótun og þróun verklags og starfs áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Mikil tækifæri eru til vaxtar og sérhæfingar. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingsmiðuð.
Ráðið verður í starfið frá 1. desember 2024 eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða starf í dagvinnu og starfshlutfall er 80-100%.