Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Ráðgjafi í alþjóðamálum á Norðurmiðstöð
Norðurmiðstöð leitar að öflugum einstaklingi í starf ráðgjafa í félagsþjónustu á sviði alþjóðamála á Norðurmiðstöð.
Í starfinu felst að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi, veita þeim víðtækan og valdeflandi stuðning ásamt einstaklingsmiðaðri þjónustu. Starf ráðgjafa er bæði fjölbreytt og krefjandi, þar sem reynir á margvíslega eiginleika svo sem menningarnæmni og áfallamiðaða nálgun, lausnamiðaða hugsun og jákvæðni.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er kostur ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf um þjónustu í þágu farsældar flóttafólks, bæði barna og fullorðinna, réttindi og skyldur.
- Gerð einstaklingsbundinna stuðningsáætlana.
- Einstaklingsmiðaður stuðningur, eftirfylgni og mat á árangri.
- Þátttaka í þróun þjónustu við flóttafólk almennt, börn og fjölskyldur þeirra.
- Þverfaglegt samstarf og samvinna við alþjóðateymi velferðarsviðs, milli miðstöðva og við önnur svið borgarinnar sem og aðrar lykilstofnanir og hagsmunasamtök sem vinna saman að þjónustu og úrlausnum í málefnum flóttafólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af þjónustu við börn, fullorðna og fjölskyldur, sér í lagi flóttafólks eða fólks af erlendum uppruna.
- Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga æskileg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, þekking á áfallamiðaðri nálgun er kostur.
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Áhugi á teymisvinnu.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Góð enskukunnátta og/eða önnur tungumál er kostur.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsuræktarstyrkur
- Möguleiki á samgöngustyrk
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Deildarstjóri hjá Vinakoti
Vinakot
Ráðgjafi
Vinakot
Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur í verktöku
Auðnast
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi - Geðheilsumiðstöð barna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu
SSH
Fjöliðjan auglýsir eftir fagaðila til tímabundinna starfa
Fjöliðjan
Hópstjóri á Bjargey, meðferðarheimili í Eyjafirði
Bjargey
Ráðgjafar á Bjargey, meðferðarheimili í Eyjafirði
Bjargey
Ljósið leitar að sálfræðing
Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Sálfræðingur – Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs
Hafnarfjarðarbær