Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi í alþjóðamálum á Norðurmiðstöð

Norðurmiðstöð leitar að öflugum einstaklingi í starf ráðgjafa í félagsþjónustu á sviði alþjóðamála á Norðurmiðstöð.

Í starfinu felst að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi, veita þeim víðtækan og valdeflandi stuðning ásamt einstaklingsmiðaðri þjónustu. Starf ráðgjafa er bæði fjölbreytt og krefjandi, þar sem reynir á margvíslega eiginleika svo sem menningarnæmni og áfallamiðaða nálgun, lausnamiðaða hugsun og jákvæðni.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs og er kostur ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf um þjónustu í þágu farsældar flóttafólks, bæði barna og fullorðinna, réttindi og skyldur.
  • Gerð einstaklingsbundinna stuðningsáætlana.
  • Einstaklingsmiðaður stuðningur, eftirfylgni og mat á árangri.
  • Þátttaka í þróun þjónustu við flóttafólk almennt, börn og fjölskyldur þeirra.
  • Þverfaglegt samstarf og samvinna við alþjóðateymi velferðarsviðs, milli miðstöðva og við önnur svið borgarinnar sem og aðrar lykilstofnanir og hagsmunasamtök sem vinna saman að þjónustu og úrlausnum í málefnum flóttafólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af þjónustu við börn, fullorðna og fjölskyldur, sér í lagi flóttafólks eða fólks af erlendum uppruna.
  • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, þekking á áfallamiðaðri nálgun er kostur.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Áhugi á teymisvinnu.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Góð enskukunnátta og/eða önnur tungumál er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Möguleiki á samgöngustyrk
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur17. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar