SSH
SSH er samstarfsvettvangur þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið og vinnur vettvangurinn markvisst að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna. Samtökin voru stofnuð 1976 og í dag eru þar fimm starfandi auk utanaðkomandi sérfræðinga og verkefnastjóra. Skrifstofur SSH eru í Hamraborg, Kópavogi.
Verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu
Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna?
Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu, þá er þetta starfið fyrir þig.
Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnastjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir verkefnastjóra farsældar. Markmið verkefnisins er fjölþætt og felst m.a. í því að koma á fót farsældarráði á höfuðborgarsvæðinu í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli SSH og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virkt samráð við sveitarfélögin og það starfsfólk sem ber ábyrgð á innleiðingu farsældar
- Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og fulltrúa notenda á svæðinu
- Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu
- Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á farsældarráði
- Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgagnsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára
- Umsjón með verkskilum, fundum og öðrum störfum farsældarráðs
- Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðismála
- Framhaldsnám s.s. í verkefnastjórnun, kostur
- Farsæl reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Farsæl reynsla af vinnu við og þekking á velferð barna
- Reynsla innan stjórnsýslu sveitarfélaga eða ríkis er kostur
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli
- Góð almenn tölvufærni
Auglýsing birt25. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hamraborg 9, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Við leitum að kennara?
Leikskólinn Sjáland
Gæðastjóri í heilbrigðisþjónustu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
MST meðferðaraðilar
Barna- og fjölskyldustofa
Laus staða í Marbakka
Marbakki
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Tenglar fyrir börn með miklar stuðningsþarfir - BS/BA gráða
Arnarskóli
Kvíslarskóli - sérkennari
Kvíslarskóli
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt
Verkefnastjóri eigna og viðhaldsstýringar
Steypustöðin
Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg