Fjöliðjan
Fjöliðjan

Fjöliðjan auglýsir eftir fagaðila til tímabundinna starfa

Fjöliðjan á Akranesi óskar eftir fagaðila til starfa í 100 % stöðugildi.

Um er að ræða vinnustað þar sem fullorðið fatlað fólk er í vinnu og virkni.

Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn (Gentle teaching)

Vinnutíminn er kl: 8.00-16.00 virka daga vikunnar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Setur upp og fylgir eftir dagskipulagi og þjónustusamningum.

Styður við og aðstoðar fatlaða starfsmenn í vinnu og virkni.

Sinnir stuðningi og ráðgjöf, tryggir að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta.

Sinnir og viðheldur góðu samstarfi við aðstandendur og tengslastofnanir.

Nýtir undirbúningstíma til skipulags og verkefna sem viðkoma starfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg háskólamenntun

Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði

Færni í samskiptum og samstarfi, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni

Frumkvæði í starfi og metnaður, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Stundvísi og góð íslenskukunnátta.

Hreint sakavottorð í samræmi við gildandi lög

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, aldri og uppruna að sækja um.

Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur8. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Smiðjuvellir 28, 300 Akranes
Smiðjuvellir 9, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar