Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Heimahjúkrun í Norðurmiðstöð leitar að sjúkraliða í spennandi og fjölbreytt starf. Um dagvinnu er að ræða og er starfshlutfall samkomulag.
Í Norðumiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla-og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.
Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis. Markmið þjónustunnar er að veita örugga og góða þjónustu við þjónustuþega.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar.
- Hjúkrun í heimahúsi, í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og aðrar heilbrigðsstéttir.
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu.
- Virk þátttaka í teymisvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
- Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfi Sögu og RAI mælitækjum æskileg.
- Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 í samræmi við evrópskan tungumálarammann.
- Ökuréttindi.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Góð samskipta og skipulagshæfni
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sund-og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Mötuneyti
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur14. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiÖkuréttindiSjúkraliðiSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Sjúkraliði / Tanntæknir / Sótthreinsitæknir
Læknastöðin Glæsibæ
Ritari á augnlæknastöð
Augnlæknar Reykjavíkur
Starfsmenn á heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg
Aðstoð á tannlæknastofu miðsvæðis í Reykjavík
Tannlæknastofa
Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali
Sjúkraliði við Grunnskólann á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Sjúkraliði óskast á bráðaöldrunarlækningadeild
Landspítali
Gleðiríkt hlutastarf á Selfoss
NPA miðstöðin
Sjúkraliði á bráðalyflækningadeild A2 Fossvogi
Landspítali
Sjúkraliði
Reykjalundur
Sjúkraliði - Vaktstjóri
Sólvangur hjúkrunarheimili
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali