Bjargey
Bjargey er meðferðarheimili fyrir unglinga sem tók til starfa 1. júní 2022. Starfsstöð er að Laugalandsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Ráðgjafar á Bjargey, meðferðarheimili í Eyjafirði
Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausar til umsóknar þrjár stöður ráðgjafa á Bjargey, meðferðarheimili fyrir unglinga. Um er að ræða 100% stöður í vaktavinnu sem heyra undir forstöðumann Bjargeyjar. Starfsstöð er að Laugalandsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meðferðarvinna og dagleg samskipti við skjólstæðinga.
- Samskipti við foreldra og samstarfsaðila.
- Vinna að tómstundastarfi með skjólstæðingum.
- Einstaklingsbundinn stuðningur við skjólstæðinga í meðferð, í samvinnu við stjórnendur og fagaðila.
- Vinna eftir verklagsreglum Bjargeyjar og stefnu stofnunarinnar.
- Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og/eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi, t.d. í meðferðar-, tómstunda- eða íþróttastarfi.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum.
- Gild ökuréttindi.
- Hreint sakavottorð.
- Einnig er lögð áhersla á eftirfarandi persónulegu eiginleika, svo sem sveigjanleika, jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og áhuga á að starfa með ungmennum.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur8. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Laugaland 152511, 601 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)