Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Íbúðakjarninn Háteigsvegi leitar að starfsfólki í stöðu stuðningsfulltrúa í fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Við leitum að hjartahlýju og lífsglöðu fólki til að ganga til liðs við okkur í nýjum íbúðakjarna við Háteigsveg í Reykjavík. Íbúðakjarninn verður staðsettur í nýbyggðu húsnæði á Sjómannaskólareitnum, hannað af verðlaunaarkitektinum Arnhildi Pálmadóttur og lýkur byggingu hans fljótlega. Taktu þátt í að skapa hlýlegt og öruggt heimili fyrir sjö íbúa með fötlun, þar sem sjálfstæði og vellíðan eru í forgrunni.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn, þar sem lögð er áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Þjónustan snýst um að efla færni og lífsgæði íbúanna, svo þeir geti lifað innihaldsríku lífi.
Við erum að ráða okkar fyrsta starfslið og leitum helst að fólki í fullt starf. Starfið er vaktavinna eftir samkomulagi, en þjónusta er veitt allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Einnig eru störf í boði fyrir háskólamenntað fólk sem vill taka virkan þátt í að móta stefnu og vinna með stjórnendum við að þróa þjónustuna í þágu íbúanna.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að skapa nýjan íbúðakjarna og vinna fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem þú getur haft raunveruleg áhrif á líf fólks, þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
-
Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
-
Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
-
Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góð almenn menntun sem nýtist í starfi æskileg.
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
-
Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Góð íslenskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
-
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.
-
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Sund og menningarkort Reykjavíkurborgar
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Háteigsvegur 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Þjónustufulltrúi hjá Rafrænni miðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í virkni og ráðgjöf í Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsliði/sjúkraliði óskast í félagslegan stuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun og Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Sunnuhlíð
Sjúkraþjálfari óskast í sjúkraþjálfun við Hringbraut
Landspítali
Sjúkraliði á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma / Afleysingastaða
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Landspítali
Umsjónarmaður aðstoðarfólks á bráðamóttöku
Landspítali
Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu deildarstjóra í búsetu
Sveitarfélagið Árborg
Umönnun Framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista
Umönnun Framtíðarstarf - Sléttuvegur
Hrafnista
Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Snorrabraut
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri á rannsóknarkjarna
Landspítali
Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið