Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í Skjáver Velferðarsviðs sem tilheyrir Rafrænni Miðstöð. Starfið felst m.a. í veitingu skjáheimsókna til notenda heimastuðnings og vöktun sjálfvirkra lyfjaskammtara. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttri starfsemi miðstöðvarinnar og velferðarsviðs í heild sinni.

Um er að ræða 60% hlutastarf í vaktavinnu.

Skjáver Velferðarsviðs tilheyrir Rafrænni miðstöð sem veitir rafræna velferðarþjónustu til íbúa borgarinnar og vinnur að umbótum og þróun innan velferðarsviðs. Í skjáverinu fer fram veiting fjarþjónustu til íbúa sem eru með heimaþjónustu. Starfsandi innan Rafrænnar miðstöðvar einkennist af jákvæðni, metnaði og sveigjanleika.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagslegur heimastuðningur í gegnum skjáheimsóknir (sjá nánar hér)
  • Vöktun og eftirlit með sjálfvirkrum lyfjaskömmturum í heimahúsi (sjá nánar hér)
  • Tæknileg aðstoð í heimahúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára eða eldri
  • Farsæl reynsla af þjónustustarfi 
  • Framúrskarandi samskiptafærni, jákvæðni og þjónustulund
  • Framtakssemi, sjálfstæði, skipulagshæfni og metnaður í starfi
  • Góð almenn tæknikunnátta
  • Áhugi á velferðarþjónustu
  • Reynsla af störfum í félagsþjónustu er kostur
  • Hreint sakarvottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
  • Góð íslenskukunnátta (B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum)
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur26. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar