Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í Skjáver Velferðarsviðs sem tilheyrir Rafrænni Miðstöð. Starfið felst m.a. í veitingu skjáheimsókna til notenda heimastuðnings og vöktun sjálfvirkra lyfjaskammtara. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttri starfsemi miðstöðvarinnar og velferðarsviðs í heild sinni.
Um er að ræða 60% hlutastarf í vaktavinnu.
Skjáver Velferðarsviðs tilheyrir Rafrænni miðstöð sem veitir rafræna velferðarþjónustu til íbúa borgarinnar og vinnur að umbótum og þróun innan velferðarsviðs. Í skjáverinu fer fram veiting fjarþjónustu til íbúa sem eru með heimaþjónustu. Starfsandi innan Rafrænnar miðstöðvar einkennist af jákvæðni, metnaði og sveigjanleika.
Menntunar- og hæfniskröfur
- 20 ára eða eldri
- Farsæl reynsla af þjónustustarfi
- Framúrskarandi samskiptafærni, jákvæðni og þjónustulund
- Framtakssemi, sjálfstæði, skipulagshæfni og metnaður í starfi
- Góð almenn tæknikunnátta
- Áhugi á velferðarþjónustu
- Reynsla af störfum í félagsþjónustu er kostur
- Hreint sakarvottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Góð íslenskukunnátta (B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum)
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur26. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)
Þjónustufulltrúi hjá Rafrænni miðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í virkni og ráðgjöf í Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsliði/sjúkraliði óskast í félagslegan stuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ráðgjafi í alþjóðamálum á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Hjúkrunarfræðingur á barnadeild og Rjóðri
Landspítali
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Sóltún - Hjúkrunar- og læknanemar
Sóltún hjúkrunarheimili
Sjúkraliði óskast á bráðamóttöku barna - Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Sjúkraliði á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Ás Hveragerði - Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur á skilunardeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur
Sjónlag
Sjúkraliði á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Landspítali