Félagsráðgjafi - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæslan Sólvangi leitar eftir að ráða félagsráðgjafa í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember nk. eða eftir samkomulagi.
Um ábyrgðarmikið og krefjandi starf er að ræða og spennandi vettvang fyrir félagsráðgjafa sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Félagsráðgjafi starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Á Heilsugæslunni eru starfandi hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sérfræðingar í heimilislækningum, hreyfistjóri, sjúkraliði ásamt sálfræðingum og riturum. HH Sólvangi er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu félagsþjónustu í heilsugæslu
- Teymisvinna með læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, riturum og sálfræðingum
- Einstaklingsbundin viðtöl og ráðgjöf sem lítur að framfærsluúrræðum, félagslegum úrræðum og réttindamálum
- Fjölskylduráðgjöf af ýmsum toga
- Sértæk ráðgjöf vegna þroskavandamála og annarra atferlisvandamála
- Samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuveitendur s.s. heilbrigðisstofnanir, þjónustumiðstöðvar, starfsendurhæfingu, TR, SÍ o.fl.
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem félagsráðgjafi skilyrði
- Víðtæk starfsreynsla og/eða reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
- Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu félagsþjónustu í heilsugæslu
- Reynsla af snemmtækri íhlutun í veikindum kostur
- Þekking á endurhæfingu kostur
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Reynsla og áhugi fyrir þverfaglegri teymisvinnu
- Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur