Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Sérfræðingur í málefnum flóttafólks

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða að metnaðarfullan einstakling í flóttamannateymi fjölmenningardeildar. Um er að ræða krefjandi, gefandi og spennandi starf þar sem tækifæri gefst til að hafa áhrif á þjónustu við flóttafólk á landsvísu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til innflytjenda, flóttafólks og annarra einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar sem eru; Fyrirmyndarþjónusta, virðing og áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni flóttafólks.
  • Veita faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf vegna samræmdar móttöku flóttafólks.
  • Skráning og innleiðing verkferla varðandi samræmda móttöku og málefni flóttafólks.
  • Svara fyrirspurnum varðandi málefni flóttafólks.
  • Upplýsinga- og þarfagreiningarviðtöl fyrir flóttafólk.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám sem nýtist í starfi, svo sem félagsráðgjöf.
  • Reynsla af starfi með flóttafólki.
  • Þekking á félagsþjónustu sveitarfélaganna.
  • Þekking og reynsla af samræmdri móttöku flóttafólks.
  • Þekking á málefnum flóttafólks og innflytjenda á Íslandi er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál sem nýtast í starfi eru kostur.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt25. október 2024
Umsóknarfrestur8. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar