Fangelsismálastofnun
Hlutverk Fangelsismálastofnunar er að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga og reglugerða settum samkvæmt þeim.
Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta svo sem kveðið er á um í lögum og öðrum reglugerðum.
Að hafa umsjón með rekstri fangelsa.
Fangelsismálastofnun leitar að félagsráðgjafa
Við leitum að framsýnum og lausnarmiðuðum félagsráðgjafa í faglegt teymi á meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar.
Á meðferðarsviði starfa þrír félagsráðgjafar, þrír sálfræðingar og tveir vímuefnaráðgjafar sem vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk stofnunarinnar og heilbrigðisstarfsfólk innan fangelsa. Áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og jákvæð viðhorf til skjólstæðinga. Starfshlutfall 80% - 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Félagsleg ráðgjöf og stuðningur til einstaklinga í afplánun
- Einstaklingsviðtöl og hópafræðsla fyrir einstaklinga í afplánun
- Innkomumöt og einstaklingsáætlanir fyrir einstaklinga í afplánun
- Stuðningur og leiðsögn varðandi afplánunarferli og endurkomu í samfélagið
- Samráð og samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuaðila
- Fræðsla og handleiðsla til starfsfólks fangelsa
- Þátttaka í þróunarverkefnum bæði innlendum og erlendum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi félagsráðgjafa
- Þekking og reynsla af starfi sem félagsráðgjafi er æskilegt
- Þekking og reynsla á sviði réttarfélagsráðgjafar er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð nálgun er mikilvæg
- Góð tölvufærni og þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur
- Reynsla af áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational interviewing) er kostur
- Þekking eða reynsla af vinnu með fólki með fjölþættan vanda er mikilvæg
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í teymi
Góð íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn og er meðal annars boðið upp á fulla styttingu vinnuvikunnar, aðstöðu til heilsuræktar og skemmtilegt starfsmannafélag í krefjandi en lifandi starfsumhverfi.
Auglýsing birt22. október 2024
Umsóknarfrestur12. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Danska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar