Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæslan Miðbæ leitar að hjúkrunarfræðingi í ótímabundið starf og er starfshlutfall 80-100% eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni, sem hægt er að aðlaga að áhugasviði hvers og eins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er spennandi og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða aðlögun.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Megin starfssvið er heilsuvernd eldra fólks og opin móttaka.
Hjúkrunarfræðingar í heilsuvernd eldra fólks greina m.a.áhættuþætti og veita fræðslu um aldurstengda þætti sem snerta heilsu og líðan.
Við erum með móttöku sem sinnir fólki á öllum aldri, sinnum bráðaerindum, bókuðum tímum og símaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig erindum sem eru ekki bráð s.s. ferðamannaheilsuvernd og sárameðferð ásamt heilsueflandi móttöku.
Heilsugæslan Miðbæ leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Þekking og áhugi á forvarnar- og heilsueflingarstarfi
- Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Heilsustyrkur