Hjúkrunarfræðingur á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild A4 í Fossvogi. Starfshlutfall er 70%-100%, vaktavinna og ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Við bjóðum nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga jafnt sem reynslumikla velkomna í hópinn. Hjá okkur ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Áhersla er lögð á framþróun og símenntun starfsfólks og er öllum nýliðum veitt góð einstaklingshæfð aðlögun.
HNE-, lýta- og æðaskurðdeild, A4, er 18 rúma bráðadeild og þar er rekin þriggja sérgreina skurðdeild. Á deildinni er sjúklingum sinnt eftir háls-, nef og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir, æðaskurðaðgerðir og einnig er þar starfrækt sérhæfð sáradeild. A4 er eina brunadeildin á landinu og sinnir öllum alvarlegri brunaslysum. Hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa sérhæft sig í sárum og sárameðferð. Sjúklingahópurinn er því mjög fjölbreyttur og enginn dagur er eins á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.