Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.
Þreytt á umferðinni? Hjúkrunarfræðingur á Sólvangi!
Viltu vera í öflugu teymi?
Á Sólvangi erum við að bæta við hjúkrunarfræðingum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í líflegu og heimilislegu umhverfi.
Á Sólvangi eru 71 hjúkrunarrými og 39 endurhæfingarými í nýlegu og fallegu húsnæði.
Unnið er í teymi með vaktstjórum á kvöld-, nætur og helgarvöktum. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Á Sólvangi eru hjúkrunarfræðingar lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru okkar leiðarljós.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Góð íslenskukunnátta
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum
- Sveigjanlegt starfshlutfall og vinnutíma
- Hentuga stærð á deildum
- Gott og ódýrt mötuneyti
- Íþróttastyrk
Auglýsing birt30. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Hjúkrunarfræðingur
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í lækningatækjum
Lyfjastofnun
Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali
Hjúkrunarnemar á 1.-4. ári - hlutastörf með námi á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur óskast á bráðadagdeild lyflækninga C2 Fossvogi
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar
Hjúkrunarfræðingur á Heilbr.stofnun Vesturlands Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingur í verktöku
Auðnast
Skurðhjúkrunarfræðingur - Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Svæfingahjúkrunarfræðingur - Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði óskast á bráðaöldrunarlækningadeild
Landspítali