Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein
Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga auglýsir eftir sérfræðingi í hjúkrun sjúklinga með krabbamein. Starfið felur í sér vinnu með fjölbreyttum hópi skjólstæðinga og samskipti við ólíkar starfstéttir innan krabbameinskjarna og aðrar deildir spítalans. Sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga vinnur að framþróun hjúkrunar í samstarfi við stjórnendur krabbameinsþjónustu og í samræmi við stefnu og starfsáætlun Landspítala.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar-, gæða og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Starfshlutfall er 100% og ráðið er í starfið frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.