Fagstjóri málara
Fasteigna- og umhverfisþjónusta Landspítala auglýsir eftir fagstjóra málara til að bera ábyrgð á og forgangsraða málningarvinnu innan spítalans. Við leitum að öflugum aðila sem hefur brennandi áhuga á að styðja mikilvæga starfsemi innan Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins.
Fasteigna- og umhverfisþjónusta sinnir mismunandi þjónustuþáttum á sviði fasteigna, öryggis og innra og ytra umhverfi Landspítala. Um er að ræða deild með fjölbreytta starfsemi en megin hlutverk hennar er að sinna umsjón, viðhaldi og þjónustu við fasteignir Landspítala. Starfsemi Landspítala fer fram í um 165.000 m² húsnæði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Við sækjumst eftir einstaklingi með brennandi áhuga á teymisvinnu og að byggja upp og viðhalda sterkri liðsheild. Leitað er að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og heiðarleika. Fagstjóri vinnur náið með stjórnendum, starfsfólki og hagaðilum innan sem utan spítalans að framþróun, þjónustu og umbótum. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.