Deildarstjóri ræstingaþjónustu
Rekstrar- og mannauðsvið Landspítala leitar að öflugum deildarstjóra ræstingaþjónustu til að leiða metnaðarfullt starf, uppbyggingu og þróun deildarinnar sem fyrirhuguð er á næstu árum.
Ræstingaþjónusta Landspítala sér um að vinna eftir skipulagi sem tryggir að húsnæði spítalans (105.000 m2) sé til fyrirmyndar og gæði ræstinga séu í samræmi við skilgreind gæði. Deildarstjóri þarf að vera með einstaklingsvottun í þekkingarstigi 3 og 4 samkvæmt Insta 800 staðlinum, ásamt því að hafa setið námskeið viðurkennds aðila og framkvæmt skoðanir í hreinlætisstaðlinum DS 2451-10. Deildarstjóri vinnur náið með ræstingastjórum að daglegu skipulagi ásamt því að bera ábyrgð á daglegri ræstingu, áætlanagerð og heildarskipulagi hreingerninga ásamt framkvæmd skoðana í samræmi við staðlana.
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, getu til að stjórna breytingum og móta jákvætt starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framþróun og umbótum í þjónustu sem styður við stefnu Landspítala.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.