Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Við leitum eftir metnaðarfullum og öflugum leiðtoga með brennandi áhuga á heilbrigðis- og upplýsingatækni til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á þróunarsviði Landspítala.
Heilbrigðistækni er hluti af einingunni stafræn framþróun sem tilheyrir nýju þróunarsviði Landspítala og ber ábyrgð á öflun, framþróun og rekstri heilbrigðistæknilausna Landspítala. Starfsfólk einingarinnar sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum rekstri um 300 hugbúnaðarkerfa, 9000 lækninga- og rannsóknarstofutækja, öflun og innleiðingu nýs hugbúnaðar ásamt því að sinna ráðgjöf til klínískra deilda um tækninýjungar og framþróun á sviði heilbrigðistækni.
Á þróunarsviði starfa um 110 einstaklingar. Markmið þróunarsviðs er að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og að veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leiðtoga- og samskiptahæfni
Drifkraftur, sjálfstæði og ástríða fyrir verkefninu
Framhaldsnám í verkfræði eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi
Nám í heilbrigðisverkfræði er kostur
Þekking og reynsla af verkefna- og vörustjórnun er kostur
Marktæk reynsla af heilbrigðistæknistörfum er kostur
Góð færni í ensku og íslensku í ræðu og riti
Lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
Önnur reynsla sem nýtist í starfi
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf, verkefnastjórn og greiningarvinna fyrir klíníska starfsemi Landspítala á sviði heilbrigðis- og upplýsingatækni
Öflun og innleiðing lækningatækja og hugbúnaðarkerfa, þ.á.m. útboð, verðfyrirspurnir og samningagerð
Verkefni tengd framþróun og rekstri lækningatækja og hugbúnaðarkerfa
Verkefni tengd þarfagreiningu, vali, uppsetningu og innleiðingu lækningatækja, hugbúnaðarkerfa og ferla á nýjum spítala
Náin samvinna og ráðgjöf við notendur á sviði heilbrigðistækni, lækningatækja og hugbúnaðarlausna á spítalanum
Aðkoma að verkefnum tengdum Nýjum Landspítala