Sérfræðilæknir við líknardeild
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við líknardeild Landspítala í Kópavogi. Starfið hentar vel sérfræðilækni sem vill bæta við sig reynslu í líknarlækningum. Starfshlutfall er 50-100% og er upphaf starfs eftir samkomulagi.
Einnig kemur til greina að ráða 1-2 sérfræðilækna sem vilja bæta við sig sérþekkingu í líknarlækningum en í skertu starfshlutfalli og til skemmri tíma. Hentar sérstaklega vel heimilis-, öldrunar- og lyflæknum sem sinna líknarþjónustu í sínu daglega starfi, t.d á hjúkrunarheimili.
Deildin heyrir undir krabbameinsþjónustu Landspítala og samanstendur af 12 rúma legudeild, göngudeild og sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Unnið er í náinni samvinnu við líknarráðgjafateymi/ líknarteymi spítalans.
Skapað verður tækifæri fyrir sérfræðilækninn til þess að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengt deildinni. Æskilegt er að viðkomandi taki þátt í vaktþjónustu við eininguna.