Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Læknir/ sérfræðilæknir - Eir endurhæfing
Okkur vantar lækni / sérfræðilækni til að fullkomna teymið okkar á Eir endurhæfingu. Deildin er 44 rúma deild, fjölbreytt og skemmtileg og sinnir í samstarfi við Landspítala öldrunarendurhæfingu sem framhaldsmeðferð eftir bráð veikindi eða brot. Deildin er með frábæran meðferðarárangur og þar starfar öflugt teymi starfsmanna ásamt þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfara og félagsráðgjafa. Við deildina starfa 2 sérfræðingar í öldrunalækningum
Frábært starf fyrir þá sem vilja kynnast öflugu endurhæfingarteymi.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, meðferð og lyfjayfirferð og útskriftaráætlanir sjúklinga
- Lögbundnar skráningar og gerð læknabréfa
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu, þátttaka í gerð meðferðar- og útskriftaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði
- Góð almenn reynsla og eða sérfræðiréttindi í Heimilis- Lyf eða Öldrunarlækningum æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Umönnun
Sóltún hjúkrunarheimili
CMC Scientist
Coripharma ehf.
Regulatory Affairs Associate
Coripharma ehf.
Hjúkrunarfræðingur á sameinaðri endurhæfingardeild á Landakoti
Landspítali
Sérfræðilæknir við líknardeild
Landspítali
Sjúkraliðanemar á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali
Tanntæknir eða Aðstoðarmaður tannlæknis - Spennandi starf
Krýna ehf
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sérfræðilæknir í lyflækningum krabbameina
Landspítali
Fagaðili Píeta samtökin
Píeta Samtökin
Sérfræðingur í lækningatækjum
Lyfjastofnun
Geislafræðingur eða lífeindafræðingur við hjartaómun
Landspítali