Hjúkrunarnemar á 1.-4. ári - hlutastörf með námi á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Við óskum eftir að ráða 1.-4. árs hjúkrunarnema í hlutastörf með skóla. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni. Um vaktavinnu er að ræða og ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Hjá okkur ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Áhersla er lögð á framþróun og símenntun starfsfólks og er öllum nýliðum veitt góð einstaklingshæfð aðlögun.
HNE-, lýta- og æðaskurðdeild, A4, er 18 rúma bráðadeild og þar er rekin þriggja sérgreina skurðdeild. Á deildinni er sjúklingum sinnt eftir háls-, nef og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir, æðaskurðaðgerðir og einnig er þar starfrækt sérhæfð sáradeild. A4 er eina brunadeildin á landinu og sinnir öllum alvarlegri brunaslysum. Hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa sérhæft sig í sárum og sárameðferð. Sjúklingahópurinn er því mjög fjölbreyttur og enginn dagur er eins á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild.