Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - hlutastörf með námi á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Við óskum eftir að ráða 1.- 4. árs hjúkrunarnema í hlutastörf með skóla á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG Hringbraut. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni. Um vaktavinnu er að ræða og ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu . Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun.
Á deildinni starfar kraftmikill hópur tæplega 100 starfsmanna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.