Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Fjörður

Heilsugæslan Fjörður leitar að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum í starfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni starfa sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og skemmtilegu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Heilsugæslan Fjörður býður upp á fjölskylduvænt vinnufyrirkomulag og gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf hjúkrunarfræðings er fjölbreytt og víðtækt, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu. Hjúkrunarmóttakan sinnir fólki á öllum aldri. Í opinni móttöku er tekið á móti bráðaerindum og veitt smáslysaþjónustu. Í bókaðri móttöku er erindum sem eru ekki bráð sinnt, s.s. lyfjagjöfum, saumatöku, sárameðferð og smáaðgerðum.

Heilsueflandi móttaka felur í sér mat á heilsu skjólstæðinga og þörf þeirra á heilsueflingu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun, stuðning, fræðslu og eftirfylgni ásamt leiðsögn um heilbrigðikerfið og þjónustuúrræði. Mikil teymisvinna er á milli fagstétta.

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af skóla- og/eða heilsugæsluhjúkrun æskileg
  • Áhugi og vilji til að vinna með börnum og fjölskyldum
  • Áhugi á forvörnum og heilsueflandi starfi 
  • Færni í fyrirlestrahaldi
  • Áhugi á réttindum barna
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagningarhæfni og öguð vinnubrögð
  • Reynsla og áhugi á teymisvinnu
  • Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur
  • Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
  • íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Jákvæðni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar