Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti

Austurmiðstöð auglýsir eftir áhugasömu starfsfólki í hlutastarf á íbúðakjarna í Grafarholti. Unnar eru morgun-, kvöld- og helgarvaktir.

Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt og felst í aðstoð við ungt fólk með einhverfu. Í íbúðakjarnanum búa fimm einstaklingar á aldrinum 26-30 ára með einhverfu og skyldar raskanir.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 21 árs, með bílpróf og hreint sakavottorð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Markmiðið er að tryggja lífsgæði íbúa og styðja þau til sjálfstæðs lífs.
  • Leitast er við að einstaklingsmiða þjónustuna og aðlaga hana að breytilegum þörfum íbúa á hverjum tíma.
  • Í starfinu felst stuðningur við allar athafnir daglegs lífs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Framtakssemi, áreiðanaleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar.
  • Ökuréttindi.
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Þorláksgeisli 2-4 2R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar