Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Austurmiðstöð auglýsir eftir áhugasömu starfsfólki í hlutastarf á íbúðakjarna í Grafarholti. Unnar eru morgun-, kvöld- og helgarvaktir.
Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt og felst í aðstoð við ungt fólk með einhverfu. Í íbúðakjarnanum búa fimm einstaklingar á aldrinum 26-30 ára með einhverfu og skyldar raskanir.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 21 árs, með bílpróf og hreint sakavottorð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Markmiðið er að tryggja lífsgæði íbúa og styðja þau til sjálfstæðs lífs.
- Leitast er við að einstaklingsmiða þjónustuna og aðlaga hana að breytilegum þörfum íbúa á hverjum tíma.
- Í starfinu felst stuðningur við allar athafnir daglegs lífs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
- Íslenskukunnátta er skilyrði.
- Framtakssemi, áreiðanaleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi.
- Hreint sakavottorð í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar.
- Ökuréttindi.
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Þorláksgeisli 2-4 2R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ráðgjafi í alþjóðamálum á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Taktu þátt í að móta nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin
Aðstoðarmanneskja í Vesturbæinn
NPA miðstöðin
Langar þig að vera í gefandi starfi með skólanum í vetur?
Sinnum heimaþjónusta
Ráðgjafi
Vinakot
Aðstoðarkona óskast á Akureyri
NPA miðstöðin
Sjúkraliði við Grunnskólann á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri í þjónustu við fatlað fólk
Kópavogsbær
Starfsmenn á heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg
Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina?
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Fjöliðjan auglýsir eftir fagaðila til tímabundinna starfa
Fjöliðjan
Spennandi starf í Skálahlíð
Búsetukjarnar í Skálahlíð