Hjúkrunarfræðingur á skilunardeild
Við óskum eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa með okkur á skilunardeild Landspítala við Hringbraut.
Skilunardeildin er spennandi og faglega krefjandi vinnustaður þar sem unnið er náið með sjúklingum í tæknilegu umhverfi. Á deildinni fer fram blóðskilun en einnig kennsla, þjálfun og eftirlit sjúklinga í kviðskilun en þessar meðferðir eru lífsnauðsynlegar fyrir einstaklinga með lokastigsnýrnabilun. Starf hjúkrunarfræðings á skilunardeild felur í sér mjög fjölbreytta hjúkrun og mikil tækifæri.
Á deildinni starfa um 30 einstaklingar í þverfaglegu teymi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, tæknimanna og lækna. Opnunartími deildarinnar er frá 8:00-20:00 virka daga og 8:00 -15:00 um helgar. Unnið er á tvískiptum vöktum og bakvaktir eru utan opnunartíma. Skjólstæðingar deildarinnar eru um 100 talsins á öllum aldri.
Nýráðinn hjúkrunarfræðingur fær góða þjálfun, kennslu og eftirfylgni af reyndum skilunarhjúkrunarfræðingum í 8-12 vikur.
Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með fjölskylduvænum vinnutíma, fyrsta flokks mötuneyti og niðurgreiddar máltíðir, nýuppgerða kaffistofu og svalir með frábæru útsýni.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.