Hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild
Móttökugeðdeild Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er skv. samkomulagi og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi skipulagshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og einlægan áhuga á geðhjúkrun. Boðið er uppá einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila.
Móttökugeðdeild er 17 rúma og sinnir móttöku, greiningu og meðferð sjúklinga með alvarlegar og bráðar geðraskanir. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga með átraskanir og í greiningu og meðferð á konum með alvarlegar geðraskanir og/ eða ef grunur leikur á tengslaröskun á meðgöngu og eftir fæðingu. Starfsemi deildarinnar er í mikilli þróun og umbótastarf er mikið. Unnið er að eflingu þverfaglegrar teymisvinnu. Á deildinni er góður starfsandi, frábært samstarfsfólk og boðið er upp á tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu og hæfni í geðhjúkrun.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í .