Sjónlag
Sjónlag, augnlæknastöð býður upp á alla helstu þjónustu er varðar augnheilsu. Markmið Sjónlags er fyrst og fremst að bæta lífsgæði fólks með sérhæfðri þekkingu og nýjustu tækni. Sjónlag er starfrækt í björtu húsnæði í Glæsibæ, Álfheimum 71.
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga.
Sjónlag hefur á tveimur skurðstofum framkvæmt yfir 9000 sjónlagsaðgerðir með laser og yfir 1000 augasteinsaðgerðir.
Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki. Nýlega voru öll lasertækin uppfærð og bjóðum við nú upp á hníflausa Femto lasertækni við lasik sjónlagsaðgerðir. Enn fremur hefur Sjónlag verið brautryðjandi þegar kemur að meðferð við ellifjarsýni en undanfarin ár hafa fjölmargir skjólstæðingar verið meðhöndlaðir með fjölfókus augasteinum og PresbyMax laser meðferð.
Hjúkrunarfræðingur
Sjónlag leitar að öflugum og jákvæðum hjúkrunarfræðingi til starfa.
Í boði er fjölbreytt starf á líflegum og ört vaxandi vinnustað þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu við skjólstæðinga ásamt góðri samvinnu milli starfsstétta.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjónmælingar.
- Myndatökur.
- Aðstoð við lækna í sjónlagsaðgerðum.
- Sjónsvið.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi.
- Starfsreynsla á augndeild er kostur.
- Skipulagshæfni og rík þjónustulund.
- Jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð almenn tölvufærni.
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í ráðgjöf með sjúkrarúm og tengd hjálpartæki
Öryggismiðstöðin
Lyfja Smáratorgi - Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarþjónstu
Lyfja
Hjúkrunarfræðingur á barnadeild og Rjóðri
Landspítali
Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Sóltún - Hjúkrunar- og læknanemar
Sóltún hjúkrunarheimili
Sjúkraliði óskast á bráðamóttöku barna - Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra á Eir
Eir hjúkrunarheimili
Sjúkraliði á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ás Hveragerði - Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild
Landspítali