Stjórnsýsludeild klínískrar þjónustu - Yfirlæknir
Laust er til umsóknar starf yfirlæknis við stjórnsýsludeild klínískrar þjónustu á Landspítala. Leitað er eftir reyndum sérfræðilækni með leiðtogahæfileika og stjórnunarreynslu í lykilstarf innan deildarinnar. Um er að ræða yfirlæknisstarf með einþátta ábyrgð. Næsti yfirmaður er yfirlæknir stjórnsýsludeildar klínískrar þjónustu.
Stjórnsýsludeild klínískrar þjónustu er deild á sviði framkvæmdastjóra lækninga. Deildin sinnir meðferð mála sem varða öryggi sjúklinga og faglegri meðferð sjúkraskrárupplýsinga í umboði framkvæmdastjóra lækninga og í samræmi við lög. Þá sinnir deildin ýmsum öðrum faglegum verkefnum að beiðni framkvæmdastjóra. Unnið er þverfaglega og er teymisverklag haft í fyrirrúmi. Starfsemin er bæði fjölbreytt og krefjandi.
Starfshlutfall er 100% og er staðan laus frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi. Gerð er krafa um helgun í starfi.