Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast í hlutastarf á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Deildin er sólarhringsdeild með 20 legurýmum þar sem fram fer greining, meðferð og hjúkrun bráðveikra aldraðra einstaklinga. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk á deild.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 70% og unnið er aðra hverja helgi. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.